Fræðsla fyrir þungaðar konur.

Í þessari fræðslu er farið yfir likamsbeitingu við vinnu hvort sem það er heimilisstörf eða störf utan heimilis. Hvernig hægt er að draga úr verkjum á meðgöngu með því að beita sér rétt við vinnu við heimilisstörf jafnt sem önnur störf. Margar konur eiga lítil börn fyrir og er því mikilvægt að skipuleggja daginn vel og draga úr burði sem hefur töluverð áhrif á líkamann. Konur þurfa á umframorku að halda á meðgöngu og eftir meðgöngu. Einnig er farið yfir mikilvægi hreyfingar sem hefur áhrif á þroska fóstursins.