Stimulastik

Stimulastik er sett saman af orðunum stimulation og gymnastik sem við getum þýtt sem örvun og leikfimi, en ég vil kalla þetta örvun og leikur. Tilgangurinn með stimulastik er að örva börn til að hafa gleði af leik og hreyfingu. Þetta er örvun fyrir jafnvægið, snertiskynið og vöðva- og liði. Börnin þroskast líkamlega, félagslega og vitrænt.

Stimulastik er örvun sem undirbýr börnin fyrir þann þroska sem þau eiga eftir að fara í gegnum. Það er t.d mjög mikilvægt að börn liggja á maganum til að styrkja vöðva í hnakka og baki sem er grunnurinn fyrir alla hreyfingu. Fyrsta árið er hornsteinn fyrir þroska barnsins og það sem eftir er æskunnar.

Þroski barnsins byggist á áreiti sem heilinn fær í gegnum skynfærin. Jafnvægið, snertiskynið og vöðvar og liðir (stoðkerfið) eru þrjú grunnleggjandi skynfæri sem hjálpa okkur til að standa upprétt með tilliti til þyngdaraflsins. Þess vegna er mikið atriði að örva þessi skynfæri.

Snertiskynið er grunnleggjandi fyrir þroskann. Vegna þess að það er í gegnum hann sem barnið ¨skynjar heiminn¨ og finnur öryggi.
Snertiskynið hefur mikla þýðingu fyrir að við getum haldið okkur beinum og líkamlega öruggum. Þessi spenna eða tónus í vöðvunum viðhaldast við það að heilinn fær áreiti frá snertiskyninu.

Jafnvægið er annað af þremur grunnleggjandi skynfærum barnsins. Jafnvægisskynið er í innra eyranu og saman stendur af þremur beinum þ.e. Hamar, steðji og ístað. Jafnvægið þroskast frá 16 viku á fósturstiginu. Jafnvægisskynið móttekur hreyfingar og stöðu höfuðsins með tilliti til þyngdaraflsins og breytingum á hreyfingum. Það er jafnvægisskynið sem segir okkur hvort við sitjum, stöndum eða snúum upp eða niður. Ef jafnvægisskynið virkar ekki fullkomlega þá finnum við fyrir svima og flökurleika.

Vövar og liðir er þriðja grunnleggjandi skynfærið. Þetta skynfæri er í öllum vöðvum og liðum í líkamanum og segir heilanum hvar og hvenær vöðvar og liðir teygja sig og draga sig saman. . Þetta skynfæri þroskast á fóskurskeiðinu.

Stimulastik er leikur sem örvar börnin til að undirbúa sig fyrir þann þroska sem fram undan er. Þetta eru æfingar sem foreldrar geta gert heima með einföldum aðferðum.