Hreyfing ungabarna

Hreyfing er mannkyninu eðlileg. Börn hafa sérstaklega gaman að hreyfa sig og eru því oft ekki lengi á sama stað, þau hlaupa, hoppa og klifra þar sem umhverfið bíður upp á það.

Þau byrja mjög lítil ef þau hafa tækifæri til þess. Ungabörn hafa mjög gaman að hreyfa sig og því mikilvægt að við leyfum þeim það. Byrjum á því að leyfa þeim að liggja á maganum vakandi því það styrkir háls, bak og svo handleggi síðar þegar þau eru farin að lyfta upp höfðinu og líta til hliðanna. Byrjið snemma að láta þau liggja á maganum, t.d. við bleiuskipti.