Hvað má ég bera þunga hluti þegar ég er ófrísk?

Nú fer að styttast í jólin. Sumar konur eru búnar að gera allt klárt og njóta aðventunnar. Aðrar konur eiga eftir að undirbúa fyrir hátíðina. Þó nokkrar ætla að taka allt í gegn hjá sér, færa húsgögn eða breyta eitthverju á heimilinu. Þá þarf að huga vel að baki og mjöðmum, sérstaklega þegar kona er þunguð eða nýbúin að eiga barn. Þungaðar konur eiga ekki að bera þyngra en 7-10 kg eða 4-5 kg eftir 7 mánuð. Kona sem hefur verið í líkamsrækt fyrir meðgöngu er ekki eins viðkvæm fyrir burðinum og þær sem ekki æva.