Skipuleggðu daginn þinn

Hvernig er best að skipuleggja daginn þegar orkan er ekki mikil? Það þarf að byrja á því að skoða hvaða verk þarf ég að gera í vikunni. Síðan eru verkin flokkuð. Þau erfiðustu skiptast á dagana og svo eru létt verk tekin með. Það er einu sinni þannig að þegar einstaklingurinn er orkumikill þá ætlar hann að gera allt, klára öll verk sem þarf að gera en verður svo uppgefinn og með mikla verki daginn eftir. Pössum okkur á því að fara ekki of skart, betra er að gera verkin jafnt og þétt og þá er úthaldið meira. Hvíla á milli.