Stimulastik og Barnaglans

Stimulastik og Barnaglans er ekki bara ungbarnaleikfimi. Tilgangurinn með þessari hreyfingu er að ýta undir að ungabörn liggi á maganum, velti sér, fari upp á hnéin, skríði á fjórum fótum og á endanum standi upp.

Markmiðið er að börnin geti þetta. Sum börn byrja að sitja áður en þau skríða og skríða jafnvel ekki eða þau færa sig á rassinum sem hefur áhrif á að þau þroska t.d. ekki rýmisvitund. Stimulastik og Barnaglans er leiðbeint af iðjuþjálfa. Iðjuþjálfinn kemur með tillögur að æfingum fyrir næsta skref í þroskanum þ.e. barnið er ekki farið að velta sér. , hvað getur foreldri gert til að ýta undir það?