TeBa

Tilgangur með TeBa þjálfun er að draga úr líkams(snerti)fælni, augnsambandsfælni, erfiðleika við að aðlagast, svo sem mikill grátur (ekki hægt að hugga barnið), svefntruflanir, át- og vaxtartruflanir, langvarandi ólga, angist, áfall í og eftir fæðingu, truflanir í tengslamyndun.

Markmiðið er að byggja upp tengslamyndun, nálgun þ.e. snertingu og augnsamband, eksplorasjonsatferd. Þar sem tengslamyndun hefur átt sér stað á móður og barn góða tíma saman, þeim líður vel í nærveru hvort annars, ræða saman og skynja vellíðunina sem á sér stað í samskiptunum. Barnið sækist eftir því að nálgast þessa tilfinningu sem augnsamband og snerting hafa. Þetta skapar jákvæðan grunn fyrir tilfinningalegan, félagslegan og vitrænan þroska.