Um mig

  • Iðjuþjálfi
  • Listmeðferð til að efla sjálfstraust, psykodrama,
  • Hreyfivísindi og barn, drama og dans
  • Fínhreyfing og persepsjon, håndpersjon

Ég er fædd árið 1960, gift Eggerti Bjarnasyni og saman eigum við 3 börn og 3 barnabörn.
Ég hef unnið lengst af með börn og aldraða. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á umhverfi og þroska einstaklingsins.

Fyrstu árin mín sem ég vann með börn var þegar ég vann á leikskóla í litlu sjávarþorpi, þaðan fór ég að vinna á Vökudeild Landspítalans sem sjúkraliði, vann þar í 31/2 ár. Eftir það vann ég sem dagmamma í Kópavogi og tók grunn og framhaldsmenntun þar til að geta starfað sem slík (var dagmamma í 6 ár). Þetta var mjög skemmtilegur tími. Ég flutti til Hafnarfjarðar fór að vinna á Sólvangi með aldraða, en fékk svo vinnu á leikskólanum Hvammi og vann þar á daginn, en tók kvöld og helgar á Sólvangi.

Ég útskrifaðist sem stúdent frá Flensborg 1993 og sótti um iðjuþjálfanám í Osló 1994. Ég var að vinna á leikskóla eftir iðjuþjálfanámið og vann sem sérkennari í Osló.

Ég vildi læra meira og fór í félagsuppeldisfræði, fór síðan í framhaldsnám um nærumhverfi barna og unglinga. Mjög skemmtilegt nám, þarna lærðum við hvernig hægt væri að gera nærumhverfið öruggt, lærdómsríkt og heilbrigt, aðgengismál voru mjög sterkt inni t.d.hvernig mætti hanna aðgengi fatlaðra á leikvöllum þannig að þau gætu leikið sér í sandkassa eins og þau sem ekki voru fötluð. Það er að koma sér sjálf í sandkassann.

Ég fór í umhverfisaðlagaða heilsuvernd þar sem farið var í gegnum umhverfisþætti eins og hávaða, inniloft, vatn, mataræði og álag á líkamann, andlegt og líkamamlegt.

Frá því að ég útskrifaðist hef ég haft mikinn áhuga á þroska barna og hvernig þau ná að vinna úr þeim áreitum sem þau verða fyrir. Kenningin sem ég var mest hrifin af var kenning Jane Ayres um þroska barnsins. Þar segir hún að jafnvægisskyn, snertiskyn og stöðuskyn, eru þau skynfæri sem vinna mest saman og þessi skynfæri byrja að örvast strax á fósturskeiði, þetta hef ég unnið með eftir að ég útskrifaðist.

Ég hef tekið ýmist námskeið sem lúta að félagsþroska barnsins eins og t.d. dans og drama, ég hef verið með sjálfstyrkingahópa, síðan er ég búin að taka ýmis námskeið varðandi fín og grófhreyfingar t.d. Skrivedans. </p> <p> Eftir að ég kom frá Noregi fór ég að vinna sem iðjuþjálfi á Landspítalanum í Fossvogi, sem var mjög áhugavert og skemmtilegt þar hitti ég alla aldurshópa og var að meta iðjufærni þeirra. Ég fór í heimilisathuganir til að sjá hvort einstaklingurinn gæti búið heima og þá hvað þyrfti að gera til þess að hann gæti það. Ég fór einnig með þeim í ökumat til að meta færni við akstur. </p> <p> Ég tók A-ONE námskeið þannig að ég gæti gert taugafræðilegt mat á færni við daglegar athafnir. Einnig tók ég AMPS til að meta færni við iðju, þ.e. t.d. Hvernig einstaklingnum gengur að elda mat, eða smyrja sér brauðsneið, strauja eða brjóta saman þvott.

Þegar ég fór síðan að vinna hjá Vinnueftirlitinu og er búin að vera þar í næstum 10 ár og vinn sem eftirlitsmaður. Við erum að skoða vinnuumhverfi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi, líkamlegt, andlegt og félagslegt. Til þess höfum við vinnuumhverfisvísa fyrir hverja starfsgrein. Starfið mitt hefur gefið mér mikla innsýn inn í hin ýmsu verk og hefur iðjuþjálfunin komið mér að miklum notum þar sem við lærum iðjugreiningu og að þátta niður öll verk.

Ég hef verið að skoða m.a. leikskóla og hjúkrunarheimili. Þegar ég var búin að vinna hjá Vinnueftirlitinu í nokkur ár þá fór ég í magister nám í vinnuvistfræði í Svíþjóð, sem ég sé ekki eftir, sumt var upprifjun annað var góð viðbót við iðjuþjálfunina.

Ég fór í Powertalk til að þjálfa mig í fundarstjórnun, tímastjórnun og koma upp í ræðupúlt, ég var í þeim félagsskap í átta ár og tók leiðbeinandanámskeið svo að ég get sjálf haft fræslu fyrir þá sem vilja styrkja sig.

Nú eftir að dóttir mín eignaðist börnin sín þá ákváðum við að nú væri tilvalið að koma þessu öllu á einn stað, fræðslu fyrir ófrískar konur, Stimulastik ungbarnaleikfimi, námskeið fyrir mæður og börn (buggyfit, zumbababy), skrivedans fyrir 5- 8 ára, zumba atomic, fræðsla fyrir unglinga, jóga, meðgöngujóga, streitulosun (dans, andlitsnudd, fræðslu).